IMG_3765
Hlésey er í Hvalfjarðarsveit og liggur sunnan undir Akrafjalli.
Jörðin er ekki stór en brosir móti sól við fjörðinn og býður upp á margt fagurt.
rax
Í Hlésey búa Sigurður Ingólfsson, rafeindavirki og Jóhanna G. Harðardóttir, blaðamaður og Kjalnesingagoði.

urdur
Þar búa einnig íslensku fjárhundarnir Kirkjufells Urður og Hléseyjar Spá

maddi-small
og fjölmargar landnámshænur ásamt öðrum dýrum sem þangað sækja, - aðallega fljúgandi.

hand-small
Í Hlésey eru hin heiðnu goð blótuð í Hléseyjarhofi, hlúð að dýrum og börnum og tré ræktuð.
Þar er unnið
handverk úr náttúrulegum efnum, ýmsar nytjavörur og skrautmunir og margt af því í víkingastíl.

run-small
Þar er rýnt í rúnir og þær bæði lesnar og ristar. Þar er einnig margt skrifað og skrafað um lífið og tilveruna og rætt við heimsbyggðina með radíóbylgjum. Það tekur u.þ.b. 40 mínútur að aka úr miðborg Reykjavíkur til Hléseyjar.

Í Hlésey ríkja sættir og grið eins og sagan gerir ráð fyrir.