Bókin Galdratákn guðanna:

Pasted Graphic 1Pasted GraphicBókin Galdratákn guðanna er skrifuð sem handbók fyrir þá sem vilja kynna sér rúnir sem verkfæri andans. Í bókinni eru rúnirnar kynntar og sagt frá því hvernig talið er að þær hafi verið notaðar til forna. Höfundur byggir á reynslu sinni við notkun við lestur (spáspeki) og setur táknin í samhengi við þau náttúruöfl sem þau eru helguð. Bókin er prentuð á mjög vandaðan pappír og bundin í gorm og þolir því að vera flett aftur og aftur meðan eigandinn lærir. Bókin prentuð í mjög takmörkuðu upplagi en hægt er að panta hana á netinu. Verð kr. 2.500 auk sendingarkostnaðar.
Pantanir má gera hér

runir
Fornt ritmál og kyngimögnuð galdratákn frá Óðni
Rúnirnar eru hluti af menningararfi þjóðarinnar og voru enn notaðar sem ritmál við landnám. Þær eru nátengdar trú forfeðra okkar og tengjast sterkt þjóðarsálinni enn í dag. Rúnirnar eru tákn ýmissa afla náttúrunni og hafa því í gegnum tíðina verið notaðar til að efla krafta með ristum og seiði. Margar sagnir eru til af því hvernig fornmenn iðkuðu galdur með rúnum og má þar frægastan telja Egil Skalla-Grímsson.

Völvuspá

Völvur voru forvitrar seiðkonur (völur merkir stafur, en völvurnar gengu jafnan með rista stafi). Völvurnar lásu í rúnir við eld og feld, þær sögðu fyrir um ókomna atburði og til þeirra leituðu jafnt kotungar sem konungar gjarna til að ráðgast við náttúruöflin um framtíðina. Enn þekkja margir Íslendingar táknin og merkingu þeirra, afar fáir hafa þó notað þau í daglegu lífi og kynnst hinum römmu göldrum náttúruaflanna sem í þeim felast.


Í Hlésey er hægt að panta rúnalestur fyrir einstaklinga og hópa og einnig má semja við ferðaþjónustu í Eyrarkoti í Kjós, Hótel Glym í Hvalfirði, eða Landnámssetur í Borgarnesi um aðstöðu vilji hópar nota tækifærið til að hittast og njóta veitinga meðan beðið er. Sjá tengla hér.
Einnig er boðið upp á fræðslufundi (workshop) um rúnir. Þar er sögð saga rúnanna og kynntir hinir fjölmörgu eiginleikar rúnanna og þáttur þeirra í daglegu lífi manna fyrr og nú. Þátttakendur fá að kynnast þýðingu þeirra og notkun og að spyrja þær nokkurra spurninga.
Pantanir ná senda inn á vefnum en einnig má hringja í Hlésey.